Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 651 svör fundust

Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?

Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...

Nánar

Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau?

Taugaboð eru raffræðileg og efnafræðileg boð sem flytjast bæði innan og á milli taugafrumna. Þau eru forsenda þess að taugafrumur geti haft samskipti sín á milli, að skynboð berist til heila og mænu og að hreyfiboð komist til vöðva. Boðflutningur innan taugafrumu byggist á hreyfingu jóna inn og út úr henni, en...

Nánar

Hvað eru fullkomnar tölur?

Náttúrleg tala er sögð fullkomin ef hún er jöfn summu allra þeirra talna sem eru minni en hún sjálf og ganga upp í henni. Þannig er 6 fullkomin tala, því 6 = 1 + 2 + 3, og einnig er 28 fullkomin því 28 = 1 + 2 + 4 + 7 + 14. Hins vegar eru 22 og 24 ekki fullkomnar; aðeins 1, 2 og 11 ganga upp í 22 og 1 + 2 + 11 = 1...

Nánar

Hvað er dvalagró?

Dvalagró (e. endospore) eða sporar eru hylki sem svonefndar gram-jákvæðar bakteríur af nokkrum ættkvíslum mynda sem viðbrögð við óhagstæðum umhverfisskilyrðum. Breytingar á nánasta umhverfi bakteríanna svo sem á sýrustigi, hitastigi eða þurrki virka sem hvati til þess að bakteríurnar myndi dvalagró og bíði af sér ...

Nánar

Hvað eru vináttutölur?

Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...

Nánar

Hvort eru fleiri menn eða kindur á Íslandi?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru margar kindur á Íslandi? kemur fram að árið 2000 voru alls 465.777 kindur í landinu miðað við tölur frá Hagstofu Íslands og hafði þeim fækkað um tæplega helming frá árinu 1978. Nýjustu tölur á vef Hagstofunnar um fjölda sauðfjár eru fyrir árið 2002 en þa...

Nánar

Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?

Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...

Nánar

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

Nánar

Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver er saga getnaðarvarnarpillunar (hvenær var hún fundin upp og annað)? Lengi vel hafa konur leitað ýmissa leiða til þess að koma í veg fyrir getnað og hafa þannig einhverja stjórn á barneignum. Aðferðirnar hafa verið misgóðar og sjaldnast eitthvað til að treysta á. T...

Nánar

Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...

Nánar

Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?

Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...

Nánar

Hvað er og hvernig verkar penisilín?

Penisilín (e. penicillin) er fúkkalyf sem notað er til að vinna á bakteríusýkingum. Í daglegu tali er orðið penisilín ekki notað um eitt ákveðið lyf heldur nær það yfir mismunandi tegundir af penisilíni og hóp sýklalyfja sem eru búin til úr penisilíni. Penisilín-sýklalyf eru mest notuðu sýklalyf hér á landi enda e...

Nánar

Fleiri niðurstöður